Einkafundir

Hafdís býður upp á einkatíma sem eru á svipuðu stigi og opnu fundirnir. Þar sér Fjóla alfarið um fundina sem standa í u.þ.b. klukkustund og upplagt er fyrir gesti að undirbúa sig með því að setja spurningar á blað svo sem best flæði verði á fundinum.

Verð einkafundar er kr. 6.000.-

Heilun

Heilunarmeðferðin byggist á handayfirlagningu, orkujöfnun einstaklingsins og farið er yfir orkustöðvar líkamans til að stilla þær af og koma þeim í rétt flæði. Þannig öðlast einstaklingurinn innri ró, jafnvægi og gengur því betur í sínu daglega lífi. Heilun leiðir til sjálfsheilunar þannig að þegar einstaklingar finna betri líðan þá leitast þeir við að viðhalda henni. Hafdís veitir einnig ráðgjöf varðandi leiðir til að láta sér líða betur og ná þannig stjórn á eigin lífi. Því vitað er að sjálf ráðum við eigin líðan en þurfum stundum leiðbeiningar og aðstoð til að átta okkur á hvernig við komum okkur upp úr ákveðnum munstrum sem okkur hættir til að festast í og sjá fleiri fleti á því sem vinna þarf með. Með slíkri sjálfsvinnu öðlast fólk vissa víðsýni sem auðveldar því að takast á við það sem mætir því dagsdaglega og gerir það að sterkari einstaklingum fyrir vikið.

Þeir sem koma í heilun til Hafdísar eiga kost á að fá teikningu af því sem teiknarinn Guðrún Kristjánsdóttir fær til sín á meðan heiluninni stendur. Myndin hér að neðan er af teikningu sem teiknuð var á meðan heilun stóð yfir og sat hún frammi á meðan hún teiknaði.

Mothers healing.jpg

Verð heilunartíma er kr. 6.000.-
Verð heilunartíma með teikningu er kr. 8.000.- 

Höfuðbeina- og spjaldhryggjarjöfnun

Þessi meðferð getur hjálpað flestum, hvort sem um er að ræða minniháttar óþægindi eða alvarlega kvilla af völdum sjúkdóma, slysa og áfalla. Meðferðin hentar fólki á öllum aldri, allt frá vöggu til grafar, hvort sem þarf að styrkja ónæmiskerfið, meðhöndla ákveðna sjúkdóma eða fást við tilfinningalegan vanda. Höfuðbeina- og spjaldhryggjarkerfið er myndað af himnum sem umlykja heila og mænu, höfuðbeinum, spjaldhrygg ásamt mænuvökva og bandvef. Meðferðin er heildræn, það er alltaf verið að vinna með allt kerfið en ekki bara hluta eða líkamsparta. Hún felst í mjög mildri snertingu þess sem meðhöndlar, við höfuð, spjaldhrygg og aðra líkamshluta. Hendurnar eru notaðar bæði til að greina og meðhöndla. Meðferðin hefur djúpstæð áhrif, ekki einungis á ákveðnum líkamshlutum heldur á allan líkamann og manneskjuna í heild. Markmið meðferðarinnar er að koma á jafnvægi á öllum sviðum. Þannig tekst kerfinu okkar að ná sjálft að vinna úr hvers kyns ójafnvægi sem getur leitt til sjúkdóma. Algengt er að þessi meðferð taki um klukkustund í senn en það er mjög misjafnt eftir einstaklingum hve oft þarf að koma. Langflestir finna fyrir verulega bættri líðan eftir fyrstu 1-3 skiptin. Mjög margir hafa gert þessa meðferð að reglubundnum þætti í sinni heilsueflingu.