Opnir transmiðilsfundir - Dagskrá haust 2015

Fundirnir verða í RósinniBolholti 4, 4.hæð, eftirfarandi fimmtudagskvöld kl. 19:30:

ágúst : 20. ágúst
september : 3. september og 17. september
október : 1. október, 15. október og 29. október
nóvember : 12. nóvember og 26. nóvember
desember : 10. desember

Fundirnir standa yfir í einn til einn og hálfan tíma og aðgangseyrir er 2.000,- kr.

Um opnu transmiðilsfundina

Hafdís er með fyrsta stig Reiki, er menntuð sem Höfuðbeina- og spjaldhryggsjafnari og hefur sótt námskeið hjá bresku miðlunum Damien og John Alexander. Hún hefur lagt stund á transmiðlun frá árinu 2001 og var í þjálfun hjá Kristínu Aðalsteinsdóttur.

Á fundunum fer fram heilunarvinna og eru tveir sitjarar með Hafdísi, þau Sigurbjörn Sigurðsson og Laufey Sigurþórsdóttir, henni til verndar. Þau taka á móti gestum sem koma á fundinn og stýra honum þannig að gestirnir fái jafnan tíma til að koma með spurningar til farvegarins. Spurningarnar geta m.a. varðað leiðbeiningar um líf þess sem spyr, heilsufar, fjölskyldu og getur viðkomandi beðið um aðstoð fyrir þá sem þurfa þess með. Þeir sem spyrja þurfa samt sem áður að gera sér grein fyrir því að sumt sem þeir eru að leita svara við t.d. ákvarðanataka er ekki á valdi hjálpenda að svara þar sem það er ekki þeirra hlutverk að stjórna lífi fólks.

Á fundunum koma yfirleitt þrír til sex aðilar í gegn. Fjóla sér alltaf um opnun fundanna og Nuuk um lokun þeirra en síðan er misjafnt hverjir aðrir koma við sögu á fundunum.

Teikningar

Hér að neðan eru teikningar eftir Guðrúnu Kristjánsdóttur af því sem hún hefur fengið til sín á meðan fundir stóðu yfir.

transfundur 311013.png

Mynd 1 - Teikning frá fundi þann 31. október 2013

transfundur 71113.png

Mynd 2 - Teikning frá fundi þann 7. nóvember 2013

transfundur 04 12 2014.png

Mynd 3 - Teikning frá fundi þann 4. desember 2014

transfundur 5 3 2015.png

Mynd 4 - Teikning frá fundi þann 5. febrúar 2015

transfundur 26 02 2015.png

transfundur 26 02 2015 seinni mynd.png

Myndir 5 og 6 - Teikningar frá fundi þann 26. febrúar 2015

Transmidilsfundur 30 04 2015.png

Mynd 7 - Teikning frá fundi þann 20. apríl 2015

transmiilsfundur 20 08 2015.png

Mynd 8 - Teikning frá fundi þann 20. ágúst 2015