Einræður Starkaðar

Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt,
sem dropi breytir veig heillar skálar.
Þel getur snúist við atorð eitt.
Aðgát skal höfð í nærveru sálar.
Svo oft leyndist strengur í brjósti sem brast
við biturt andsvar, gefið án saka.
Hve iðrar margt líf eitt augnakast,
sem aldrei verður tekið til baka.

Einar Ben

Bæn

Ég bið af hjarta, blessi Guð þín spor
og breiði ljós á veginn sem þú gengur,
og að þú geymir æsku þinnar vor
ævilangt sem heill og sannur drengur.

Guðrún Jóhannsdóttir
Frá Brautarholti